Verið velkomin í Kríu fargufu

Meiri sána - minna stress!

Gufu- og gæðastundir

Almenn gufa

Einkagufa fyrir hóp

Sérviðburðir eru haldnir reglulega og eru þá auglýstir sérstaklega á samfélagsmiðlum og á vefsíðunni.

Algengar spurningar

  • Almenn gufa er aðgangur að Kríu fargufu í eina klukkustund og hægt er að bóka fyrir 1-6 manns í einu. Fyrirmynd Kríu fargufu er finnsk sánaböð (í sundfötum þó), þar sem hver og einn gestur nýtur gufunnar á sínum forsendum. Gufan er þurrgufa og hitastigið ca. 75-95°c að jafnaði. Gestir eru hvattir til að vera að hámarki 15 mínútur inni í gufunni í einu, og fara svo út og kæla líkamann þess á milli fyrir utan eða í sjónum.

    Gufugestgjafi tekur á móti gestum við komuna til Kríu fargufu og veitir upplýsingar um aðstöðuna og fyrirkomulagið. Gufugestgjafi er alltaf á svæðinu og til taks fyrir gesti.

  • Allt að sex manna hópar geta bókað einkagufu bæði á auglýstum opnunartíma og utan auglýstra opnunartíma. Sé bókað á auglýstum opnunartímum, er verð kr. 24.300 (1-6 gestir).

    Einnig er hægt að bóka einkagufur utan auglýstra opnunartíma og þá tekur verð mið af lengd gufu og öðrum óskum gesta. 

    Fyrirmynd Kríu fargufu er finnsk sánaböð (í sundfötum þó), þar sem gestir njóta gufunnar á sínum forsendum. Gufan er þurrgufa og hitastigið ca. 75-95°c að jafnaði. Gestir eru hvattir til að vera að hámarki 15 mínútur inni í gufunni í einu, og fara svo út og kæla líkamann þess á milli fyrir utan eða í sjónum. Hópum í einkagufu er velkomið að spila tónlist að eigin vali og er hægt að fá hátalara lánaðan við komuna.

    Gufugestgjafi tekur á móti gestum við komuna til Kríu fargufu og veitir upplýsingar um aðstöðuna og fyrirkomulagið. Gufugestgjafi er alltaf á svæðinu og til taks fyrir gesti.

    Best er að bóka einkagufu með því aðsenda tölvupóst á kríafargufa@gmail.com.

  • Hver og einn gestur þarf að koma með 2 handklæði, eitt til að sitja á í gufunni og annað til að þurrka sér með. Eins er gott að koma með vatnsbrúsa, sjósundskó og / eða sandala og baðslopp eða sjósundskápu fyrir þau sem það kjósa.

    Gestum er ráðlagt að taka af sér skartgripi fyrir gufuna og ekki er ráðlagt að fara í gufu á fastandi maga eða strax eftir máltíð.

  • Kría fargufa er staðsett við bryggjuna í Gufunesi nærri Reykjavík Jetskis og er með pláss fyrir 6 einstaklinga. Lítill búningsklefi er fyrir framan gufuna, en gestum er ráðlagt að vera í baðfötum innanundir þegar þeir mæta á svæðið. Á útisvæði Kríunnar eru útistólar og þar er vatn og snarl í boði fyrir gestina.

    Gestir geta einnig skipt um föt í sjóbaðsaðstöðunni Kötlu, sem er við hliðina á Kríu fargufu og er öllum opin. Hægt er að leggja bílum á planinu nærri Kríu fargufu.

    • 60 mín almennar gufur fyrir einstaklinga og hópa:

    Alla daga nema mánudaga á breytilegum tímum.

    • 30 mín hádegis- hraðgufur:

    Fös. kl. 11:30 / 12:00 / 12:30

    Opnunartími getur verið breytilegur milli daga og árstíma. Best er að skoða opnunartíma undir "bóka tíma" á bókunarsvæði Kríu fargufu og þar er hægt að sjá nánari opnunartíma hverju sinni og hvort laust sé í gufu og hversu mörg pláss. Miðnæturgufur og sérviðburðir eru auglýst sérstaklega á samfélagsmiðlum. Ef eitthvað er óljóst er alltaf hægt að senda tölvupóst á kriafargufa@gmail.com

    Kría fargufa áskilur sér rétt til að breyta opnunartíma og / eða fella niður auglýstan tíma ef færri en 3 eiga bókað í gufu. Komi til þess býðst viðskiptavinum að bóka annan tíma eða fá endugreitt að fullu.

  • Almennar gufur: 

    Tímar í almennar gufur eru settar inn þrjár vikur fram í tímann á bókunarsvæði Kríu fargufu.  Greiðsla fyrir pláss (1 til 6 pláss) er innheimt við bókun með greiðslukortum en hægt er að afbóka og fá að fullu endurgreitt í síðasta lagi 24 tíma fyrir tímann í gufu.

    Vinsamlega athugið: Sem stendur er aðeins hægt að kaupa klippikort og gjafabréf í Kríu fargufu í gegnum tölvupóst; kriafargufa@gmail.com.  Kaupa þarf klippikort áður en bókun er gerð, sé ætlunin að bóka pláss með klippikorti á bókunarsvæði Kríu fargufu. 6 og 12 skipta klippikort gilda aðeins í almennar 60 mín. gufur.

    Einkagufa fyrir hópa: 

    Best er að bóka einkagufu fyrir hóp utan auglýstra opnunartíma með því aðsenda tölvupóst á kríafargufa@gmail.com.

  • Almenn gufa og einkagufur eru fyrir öll yfir 18 ára aldri, þó ekki ófrískar konur eða einstaklinga með undirliggjandi hjarta - og / eða æðasjúkdóma, eða blóðþrýstingsvandamál. Vinsamlega ráðfærið ykkur við heimilislækni ykkar ef þið eruð í vafa um það hvort ykkur sé óhætt að fara í gufu eða ekki.

  • Gestir Kríu fargufu eru vinsamlega beðnir um að virða eftirfarandi reglur:

    • Allir gestir eiga að vera í sundfötum í fargufunni. 

    • Gestir þurfa að gera ráð fyrir tíma til að skipta um föt innan þess tíma sem þeir bóka.

    • Það er 18 ára aldurstakmark í Kríu fargufu. 

    • Gestir Kríu fargufu eru á eigin ábyrgð bæði inni í fargufunni og á nærsvæði hennar.

    • Gestir Kríu fargufu geta geymt eigur sínar í búningsherbergi fyrir framan gufuna, en Kría fargufa ber ekki ábyrgð á persónulegum eigum gesta sem geymdar eru í aðstöðunni. 

    • Einstaklingar með undirliggjandi heilsufarsvarndamál, s.s. hjarta- og / eða æðasjúkdóma, blóðþrýstingsvandamál, eða eru barnshafandi skulu ráðfæra sig við heimilislækni áður en þeir koma í gufu hjá Kríu fargufu. 

    • Neysla áfengis og / eða annarra vímuefna er með öllu óheimil og starfsfólk Kríu fargufu áskilur sér rétt til að vísa gestum frá sem ekki virða þessa reglu og komi til þess fá þeir ekki endurgreitt. 

    • Kría fargufa áskilur sér rétt til að breyta opnunartíma og / eða fella niður auglýstan tíma ef færri en 3 eiga bókað í gufu. Komi til þess býðst viðskiptavinum að bóka annan tíma eða fá endugreitt að fullu.

    • Með því að bóka pláss fyrir einstakling eða hóp, samþykkir þú þessar reglur og einnig bókunarskilmálanna, sjá bókunarskilmála hér

Sánaböð og kæling hafa jákvæð áhrif á líkama og sál og ávinningur þess að stunda hvoru tveggja er ótvíræður.