Bókunar- og viðskiptaskilmálar Kríu fargufu
Bókunar- og viðskiptaskilmálar Kríu fargufu (Vornótt ehf.)
Almennir skilmálar: Þessir skilmálar gilda um allar bókanir hjá Kríu fargufu (Vornótt ehf.) Með bókun þinni samþykkir þú eftirfarandi skilmála:
Bókanir og greiðslur: Bókanir fyrir einstaklinga og hópa í Kríu fargufu fara fram í gegnum vefsvæði á sinna.is/kriafargufa, og í gegnum tölvupósta. Viðskiptavinir fá staðfestingu senda fyrir bókaðan tíma / pláss í Kríu fargufu. Greitt er fyrir bókun í í íslenskum krónum í gegnum bókunarsvæði á sinna.is Greitt er fyrir einkagufur fyrir hópa með því að leggja á bankareikning Kríu fargufu og viðskiptavinir fá senda upplýsingar um reikningsnúmer við bókun. Viðskiptavinir geta afbókað tíma sinn allt að 24 tíma fyrir bókun og fá þá fulla endurgreiðslu, en afbókanir innan 24 tíma fyrir bókun eru ekki endurgreiddar. Kría fargufa áskilur sér rétt til að breyta opnunartíma og / eða fella niður auglýstan tíma ef færri en 3 eiga bókað í gufu. Komi til þess býðst viðskiptavinum að bóka annan tíma eða fá endugreitt að fullu.
Eigin ábyrgð viðskiptavina: Kría fargufa (Vornótt ehf.) ber ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum sem viðskiptavinir kunna að hljóta hvort sem er inni í Kríu fargufu, eða á nærsvæði fargufunnar. Viðskiptavinum ber sjálfum að gæta að eigin öryggi, og líðan meðan á dvöl þeirra stendur í og við Kríu fargufu.
Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á persónulegum eigum sínum og Kría fargufa (Vornótt ehf.) ber ekki ábyrgð á þeim.
Skilamálabreytingar: Kría fargufa (Vornótt ehf.) áskilur sér rétt til að breyta skilmálum sínum hvenær sem er og án fyrirvara. Komi til þess verða skilmálarnir uppfærðir á vefsíðunni og bókunarssvæði á sinna.is
Lögsaga: Öll ágreiningsmál skulu vera leyst samkvæmt íslenskum lögum hjá íslenskum dómstólum.
Reglur Kríu fargufu
Gestir Kríu fargufu eru vinsamlega beðnir um að virða eftirfarandi reglur:
Allir gestir eiga að vera í sundfötum í fargufunni.
Gestir þurfa að gera ráð fyrir tíma til að skipta um föt innan þess tíma sem þeir bóka.
Það er 18 ára aldurstakmark í Kríu fargufu.
Gestir Kríu fargufu eru á eigin ábyrgð bæði inni í fargufunni og á nærsvæði hennar.
Gestir Kríu fargufu geta geymt eigur sínar í búningsherbergi fyrir framan gufuna, en Kría fargufa ber ekki ábyrgð á persónulegum eigum gesta sem geymdar eru í búningsherberginu eða á nærsvæði Kríu fargufu.
Einstaklingar með undirliggjandi heilsufarsvarndamál, s.s. hjarta- og / eða æðasjúkdóma, blóðþrýstingsvandamál, eða eru barnshafandi skulu ráðfæra sig við heimilislækni áður en þeir koma í gufu hjá Kríu fargufu.
Neysla áfengis og / eða annarra vímuefna er með öllu óheimil og starfsfólk Kríu fargufu áskilur sér rétt til að vísa gestum frá sem ekki virða þessa reglu og komi til þess fá þeir ekki endurgreitt.
Með því að bóka pláss fyrir einstakling eða hóp, samþykkir þú þessar reglur og einnig bókunarskilmálanna hér að ofan.