Gufu- og gæðastundir

Almenn 60 mín gufustund

Almenn gufa er 60 mín. í Kríu fargufu og hægt er að bóka pláss fyrir 1-6 einstaklinga. Kría fargufa er ekki með leiddar sánur eða sánugús, hvorki í almennri gufu né einkagufum. Gufugestgjafi tekur á móti gestum við komuna til Kríu fargufu og veitir upplýsingar um aðstöðuna og fyrirkomulagið. Gestir eru alltaf útaf fyrir sig í gufunni en gufugestgjafi er fyrir utan gufuna, sér um að bæta við eldivið og er alltaf til taks fyrir gesti.

Vinsamlega mætið tímanlega minnst 10 mínútum fyrir bókað pláss til að skipta um föt og fá upplýsingar.

Verð í almenna gufu:

Stakt skipti: kr. 4.500.-

6 skipta kort: kr. 24.300.- (Hvert skipti kr. 4.050.-)

12 skipta kort: kr. 43.200.- (Hvert skipti kr. 3.600.-)

Vinsamlega athugið: 6-skipta og 12-skipta klippikort gilda í almenna gufu bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Bóka pláss

Einkagufa fyrir hóp

Allt að sex manna hópar geta bókað einkagufu bæði á auglýstum opnunartíma og utan auglýstra opnunartíma. Sé bókað á auglýstum opnunartímum, er verð kr. 24.300 (1-6 gestir).

Einnig er hægt að bóka einkagufur utan auglýstra opnunartíma og þá tekur verð mið af lengd gufu og öðrum óskum gesta. 

Kría fargufa er ekki með leiddar sánur eða sánugús, hvorki í almennri gufu né einkagufum. Gufugestgjafi tekur á móti gestum við komuna til Kríu fargufu og veitir upplýsingar um aðstöðuna og fyrirkomulagið. Gestir eru alltaf útaf fyrir sig í gufunni en gufugestgjafi er fyrir utan gufuna, sér um að bæta við eldivið og er alltaf til taks fyrir gesti.

Hægt er að bóka einkagufur með því að senda tölvupóst á kriafargufa@gmail.com

Vinsamlega athugið: 6-skipta og 12-skipta klippikort gilda ekki í einkagufu utan auglýstra tíma.

Senda fyrirspurn

Viltu bóka fasta gufustund með fólkinu þínu?

Viltu koma einu sinni í viku með hópinn þinn, eða jafnvel oftar?

Vinahópar, saumaklúbbar, vinnufélagar, sjósundshópar, bókaklúbbar, fjölskyldur og bara hvaða félagsskapur sem er getur bókað fastan tíma í Kríu fargufu, og þá gengið að sinni gufustund vísri. Hafir þú áhuga, ekki hikað við að senda Kríu fargufu tölvupóst á kriafargufa@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.

Senda fyrirspurn

Klippikort og gjafakort

Hægt er að kaupa 6-skipta og 12-skipta klippikort sem gilda fyrir einstaklinga og hópa í 60 mín. almenna gufu hjá Kríu fargufu, en kortin gilda ekki í einkagufur og hádegis-hraðgufur.

Vinsamlega athugið: Sem stendur er aðeins hægt að kaupa klippikort og gjafabréf í Kríu fargufu í gegnum tölvupóst; kriafargufa@gmail.com.  Kaupa þarf klippikort áður en bókun er gerð, sé ætlunin að bóka pláss með klippikorti á bókunarsvæði Kríu fargufu. 6 og 12 skipta klippikort gilda aðeins í almennar 60 mín. gufur en bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Hafa samband

Einhverjar spurningar?