Fróðleikur og gagnlegar upplýsingar
Kostir þess að stunda gufuböð
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á heilsu-farslegum ávinningi þess að fara reglulega í gufubað. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrifin eru margvísleg.
Streitulosun
Hitinn í gufubaði slakar á spenntum vöðvum og áreiti hugans. Það losnar um endorfín sem er náttúrulegt vellíðunarhormón sem hjálpar til að draga úr streitu og róar líkama og hug.
Betri svefn
Þessi mikla slökun sem gufubaðið veitir, hefur þau áhrif að okkur syfjar nokkrum klukkustundum eftir gufustund og sofum betur og djúpsvefn eykst.
Betri hjarta - og æðaheilsa
Hitinn í gufubaðinu eykur hjartsláttinn og blóðrásin eykst um líkamann sem gerir það að verkum að hjarta- og æðakerfi líkamans styrkist með reglulegri ástundun.
Vöðvar og liðir
Gufubað dregur úr vöðvaspennu og verkjum og linar verki strax.
Sterkara ónæmiskerfi
Regluleg vera í hita getur hjálpað til við að styrkja ónæmiskerfið.
Hrein og nærð húð
Mikil svitamyndun hreinsar húðina og fjarlægir eiturefni og óhreinindi.
Betri heilaheilsa
Að fara reglulega í gufubað bætir heilaheilsu, dregur úr líkum á elliglöpum og Alzheimer, og bætir einnig andlega heilsu.
Nánari upplýsingar:
Cardiovascular and Other Health Benefits of Sauna Bathing: A Review of the Evidence, finnsk rannsókn Jari A. Laukkanen, MD, PhD, Tanjaniina Laukkanen, MSc og Setor K. Kunutsor, MD, PhD frá 2018.
Helstu niðurstöður úr rannsókninni eru einnig til umfjöllunar hér; What does Mayo Clinic’s recent report on sauna bathing mean for AUTHENTIC sauna ?
Numerous health benefits to sauna bathing, umfjöllun um viðamikla sænska rannsókn á vegum Hans Hägglund aðjúnkts við læknisfræði við Uppsala háskóla í Svíþjóð.
Sauna users are happier and sleep better, annað viðtal við Hans Hägglund um ágæti gufubaða.
Fjölbreyttur fróðleikur um ágæti gufubaða, finnska gufubaðsmenningu og margt fleira á vefsíðunni Sauna from Finland.
Kría fargufa mælir með
Eftir góðan hita í gufubaði er fátt betra en að kæla sig í sjónum. Líkami og sál endurnærast við þessa iðju og það er ástæðan fyrir því að svo auðvelt er að ánetjast gufuböðum og sjósundi. Hér eru nokkrar bækur sem fjalla um sjósund og gufuböð sem óhætt er að mæla með fyrir áhugasöm.
