Um Kríu fargufu

Kría fargufa

Kría fargufa er framleidd af danska fyrirtækinu Scandinavian Sauna og smíðuð í Póllandi og er fyrsta fargufan á Íslandi frá Scandinavian Sauna. Fargufur frá Scandinavian Sauna njóta mikilla vinsælda í Bretlandi, á Írlandi og víðar en þær eru einstaklega vel hannaðar og hönnun er í samræmi við evrópska gæðastaðla. Kría fargufa er kynt með viðarkyndingu og sánaofninn er frá Harvia í Finnlandi. Í fargufunni er hita- og rakamælir, sem og tímamælir svo gestir geta fylgst með tíma sínum inni í gufunni. Kría fargufa er þurrgufa og hitastigið er ca. 75-95 gráður að jafnaði.

Gestir geta auðveldlega notið útsýnisins frá fargufunni en stór gluggi hennar gerir öllum gestum kleift að njóta útsýnisins úr sætum sínum. Kría fargufa er með búningsherbergi fyrir framan gufuna þar sem gestir geta skipt um föt fyrir og eftir gufu og geymt eigur sínar. Öll lýsing í fargufunni er knúin af sólarsellu og hægt er að stýra lýsingunni bæði í búningsklefanum og í fargufunni sjálfri.

Kría fargufa er rekin af Vornótt ehf.

kt. 511224-2410

VSK: 155325

Grettisgata 13c

101 Reykjavík

kriafargufa@gmail.com

Bókunar- og viðskiptaskilmálar Kríu fargufu.

Eigandi Kríu fargufu

Eigandi Kríu fargufu er Brynja Dögg Friðriksdóttir, kvikmyndgerðar- og fjölmiðlakona. Hún hefur stundað kalda potta, sjósund og gufu í fjölda ára og þreytist ekki á að dásama og mæra kosti þess við hvern þann sem spyr -og líka þá sem spyrja ekki! Það var ást við fyrstu sýn þegar Brynja sá fyrst fargufu frá Scandinavian Sauna í breskri blaðagrein á lista yfir bestu fargufurnar í Bretlandi og fyrr en varði var hún komin í kaffi til framleiðandans í Danmörku og í kjölfarið í gufu í bakgarðinum þeirra. Eftir það var ekki aftur snúið og nú er Kría fargufa loksins orðin að veruleika. Brynja er sannfærð um kosti þess að stunda gufu og kælingu fyrir líkama og sál, og hlakkar til að taka á móti gestum í Gufunesið og breiða út boðskapinn um ágæti hvoru tveggja.

Verið velkomin í Kríu fargufu!